
Velkomin/nn
Silja Hinriksdóttir er listakona sem vinnur með fjölbtreitta miðla. Nýjasta samansafn verka kallast "Augu" og eru aðgengileg hér í vefverslun.
Nýtt verk
Aðdáun
Share


Um listakonuna

Miðlar
Silja Hinriksdóttir er fjölmiðlalistakona sem vinnur með fjölbreytta miðla, þar á meðal textíl, myndlist, kol og grafít.
Nýjasta samansafn verka kallast "Augu", teikningar unnar með grafít og kolum.
Verkin eruð aðgengileg á þessari síðu, bæði upprunaleg verk (Frumverk) og eftirprent.

Nám
Silja lærði Textíl- og fatahönnun við Fjölbrautarskólan í Garðabæ, fór svo í Bachelor nám í listum (Fine Art) við Camberwell College of the Arts í London.
Eftir það hefur hún klárað master í Hagnýtri Menningarmiðlun úr Háskóla Íslands og fengið kennararéttindi (sérsvið, Upplýsingatækni og miðlun).

Sýningar
Einkasýningar
Silja hefur haldið fjölmargar sýningar, bæði ein- og samsýningar, frá árinu 2011. Af einkasýningum má nefna'SKINNfæri' í Grósku Galleríi í Garðabæ árið 2014, og 'Bodyworks' sem var haldin í Grósku Galleríi árið 2013 og í Van Kahn Galleríinu í London árið 2012. Árið 2012 sýndi hún einnig verkið 'Touch me' í Grósku Galleríi í Garðabæ.
Samsýningar
Samsýningar Silju eru ekki síður fjölbreyttar. Árið 2013 tók hún þátt í sýningunni 'Little Spring' í Nolias Gallery í London, auk 'She is..' í Electric House og 'Vault' í Shoreditch Town Hall í sömu borg.
Árið áður sýndi hún verk á stöðum eins og Flying Dutchman og Nolias 11 í London, ásamt því að taka þátt í mörgum nemendasýningum þagar hún stundaði nám við Camberwell College of the Arts.